10. júl. 2020

Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur höfðað dóms­mál gegn ein­stak­lingi sem vann mál gegn ráð­herr­anum fyrir kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála. For­sögu máls­ins þekkja flest­ir, en ráð­herra réð flokks­bróður sinn í starf ráðu­neyt­is­stjóra mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins. Ráð­herra seg­ist hafa aflað lög­fræði­á­lita sem bendi til ann­marka í úrskurði nefnd­ar­innar sem valdi laga­legri óvissu. Þess vegna telur ráð­herra „brýnt að laga­ó­vissu verði eytt fyrir dóm­stól­u­m“. Því miður hefur ráðu­neytið neitað að afhenda Kjarn­anum umrætt lög­fræði­á­lit en það væri fróð­legt að vita hvort í því sé til­lit tekið til með­al­hófs­regl­unn­ar, reglu sem Umboðs­maður Alþingis hefur sagt að stjórn­völd þurfi ekki ein­ungis að fylgja þegar ákvarð­anir eru teknar sem stjórn­sýslu­lög ná til heldur sé grund­vall­ar­regla sem stjórn­völd þurfa almennt að fylgja í störfum sínum (nr. 2654/1999).

Í 12. grein stjórn­sýslu­laga segir að ráð­herra geti ein­ungis tekið íþyngj­andi ákvörðun þegar settu mark­miði verði ekki náð með öðru og væg­ara móti. Í grein­ar­gerð með frum­varpi að stjórn­sýslu­lögum segir um þessa grein: „Stjórn­völd verða að gæta hófs í með­ferð valds síns. Er stjórn­valdi því ekki aðeins skylt að líta til þess mark­miðs sem starf þess stefnir að, heldur ber því einnig að taka til­lit til hags­muna og rétt­inda þeirra ein­stak­linga og lög­að­ila sem athafnir stjórn­valds­ins og vald­beit­ing bein­ist að“. Svo segir að ákvæðið feli í sér „að ef fleiri úrræða er völ er þjónað geta því mark­miði, sem að er stefnt, skal velja það úrræði sem væg­ast er. Íþyngj­andi ákvörðun skal þannig aðeins taka að ekki sé völ væg­ara úrræðis sem þjónað geti mark­mið­in­u“.

Við þurfum ekki að deila um það að kæra ráðu­neytis gegn ein­stak­lingi er íþyngj­andi fyrir við­kom­andi. Það þarf heldur eng­inn að velkj­ast í vafa um að ráð­herra og rík­is­stjórn hafa önnur og mild­ari úrræði til að bæta úr laga­legum ann­mörkum eða óvissu í þessu máli, t.d. með því að leggja fram frum­varp til breyt­inga á jafn­rétt­islög­um. Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra valdi hins vegar harka­leg­asta úrræð­ið, því þó að í 5. grein jafn­rétt­islaga sé gert ráð fyrir að hægt sé að höfða mál til ógild­ingar úrskurða kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála fyrir dóm­stól­um, þá er sá val­kostur eðli­legur far­vegur fyrir ein­stak­linga, fyr­ir­tæki og félaga­sam­tök, ekki ráðu­neyti sem bundið er af með­al­hófs­regl­unni. Ráð­herra hlýtur einnig að þurfa að taka mið af siða­reglum ráð­herra, en í 1. grein þeirra segir að ráð­herra beri að beita ráð­herra­valdi af hóf­semi og sann­girni.

Í umræddu máli hefur mennta­mála­ráð­herra reynt að skýla sér á bak við ráð­gef­andi hæfn­is­nefnd sem henni bar að skipa sam­kvæmt lögum um Stjórn­ar­ráð­ið. Slíkar nefndir eiga að stuðla að því að val á ráðu­neyt­is­stjórum ráð­ist af hæfni umsækj­enda og að ferlið hafi jafn­ræði og gagn­sæi að leið­ar­ljósi.

Mennta­mála­ráð­herra gróf hins vegar undan þessu fag­lega ferli strax í upp­hafi með því að skipa póli­tískan full­trúa sinn til að stýra starfi hæfn­is­nefnd­ar­inn­ar. Í úrskurði kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála, sem skipuð er þremur full­trúum til­nefndum af Hæsta­rétti, kemur skýrt fram að hæfn­is­nefndin hafi ekki vandað nægi­lega til verka, t.d. við mat á því hvernig umsækj­endur upp­fylltu hæfn­is­kröf­ur. Við mat á hug­lægum þáttum eins og leið­toga­hæfi­leikum hafi síðan ekki verið rætt við umsagn­ar­að­ila og ósam­ræmis hafi gætt við matið sem ráðu­neytið hafi ekki getað útskýrt. Þannig hafi hæfn­is­nefndin og ráðu­neytið van­metið kær­and­ann varð­andi mennt­un, reynslu af opin­berri stjórn­sýslu, leið­toga­hæfi­leika og tján­ingu í ræðu og riti. Síðan hafi veru­lega skort á efn­is­legan rök­stuðn­ing ráðu­neyt­is­ins í mála­til­bún­aði þess hjá kæru­nefnd­inni. Því hafi ráðu­neyt­inu ekki tek­ist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grund­vallar ákvörð­unar um ráðn­ing­una.

Senni­lega mun þetta mál þró­ast á svip­aðan veg og mál þeirra ráð­herra sem hafa brotið grund­vall­ar­reglur stjórn­kerf­is­ins í störfum sínum á und­an­förnum árum, þ.á.m. þeirra tveggja dóms­mála­ráð­herra sem sögðu af sér 2014 og 2019. Sömu örlög hljóta að bíða ráð­herra sem brýtur með þessum hætti meg­in­reglu í sam­skiptum stjórn­valds og almenn­ings og sem grefur um leið svo gróf­lega undan gildum og mark­miðum jafn­rétt­islaga.