9. sep. 2018

N-ið: Þorsteinn Sæmundsson

Í þessum þætti fór ég niður á Alþingi og talaði við Þorstein Sæmundsson, en hann hefur verið einn þeirra þingmanna sem sett hefur neytendamál á oddinn í sínum málflutningi. Við Þorsteinn erum ágætis kunningjar frá því við unnum saman fyrir nokkrum árum og þó að við séum oft ósammála um stjórnmál þá sameinumst við í aðdáun á góðum mat og Liverpool, auk þess sem hann kenndi mér að meta tónlist Bruce Springsteen. Við hittumst á skrifstofu hans við Austurvöll og ræddum um matvörumarkaðinn, landbúnaðarkerfið, bankakerfið og verðtrygginguna.