18. sep. 2018

N-ið: Drífa Snædal

Í þessum þætti hitti ég Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands, en hún sækist nú eftir því að verða kjörin forseti Alþýðsambands Íslands. Við ræddum auðvitað um sameiginleg hagsmunamál stéttarfélaga og neytendasamtaka, t.d. neysluskatta, mannsæmandi húsnæðiskerfi, stöðu verkafólks í landbúnaðarkerfinu, samvinnufélög og hvort taka þurfi verðtrygginguna úr sambandi til að verja heimilin ef gengið fer að falla og verðbólga að hækka.