26. okt. 2013

Spilling, blekking og yfirgangur

Deilan um Gálgahraun hefur undið ótrúlega upp á sig á undanförnum dögum og fjallar ekki lengur einungis um náttúruvernd.

Nú snýst deilan líka um það hvort við sættum okkur áfram við spillinguna sem hefur viðgengist í samfélaginu í áratugi. Sættum við okkur áfram við að embættismenn og kjörnir fulltrúar beiti blekkingum og hótunum til að ná sínu fram? Sættum við okkur áfram við óábyrga meðferð almannafjár? Og sættum við okkur við að ríkisstofnanir hafi af okkur réttinn til að leita ásjár dómstóla?

Ef svarið í þínum huga er nei þá mætir þú á tónleika í Neskirkju í Reykjavík á sunnudag kl. 16 til stuðnings baráttunni fyrir vernd Gálgahrauns og til heiðurs þeim sem voru handteknir í hrauninu 21. október.

Fyrri pistlar um sama efni:
Almenningur á betra skilið.
21. október 2013.