25. okt. 2012

Það sem Björgvin G. heyrir ekki

Þingmaðurinn Björgvin G. Sigurðsson er einkum þekktur fyrir tvennt.

Í fyrsta lagi er þIngmaðurinn eldheitur stuðningsmaður álvers sem aldrei rís í Helguvík. Þegar aðrir sjá að það fæst hvorki fjármagn né orka í álverið þá reynir þingmaðurinn að tala álverið í gang. Það hefur reynst árangurslaust. Rétt eins og þegar hann reyndi að tala bankakerfið í gang skömmu fyrir hrun.

Í annan stað er þingmaðurinn þekktur fyrir að hafa vitað fátt í aðdraganda hrunsinsþrátt fyrir að hafa gegnt stöðu bankamálaráðherra. Ekki rak hann af sér slyðruorðið ísamtali við Smuguna í gær. Þar ræddi hann rammaáætlun og var spurður um afstöðu sína til þess að nær öll jarðhitasvæði á Reykjanesskaga falla í virkjanaflokk. Þingmaðurinn svaraði: ,,Þetta er sett svona af verkefnisstjórninni. Ég hef ekki heyrt neinn draga þá tillögu í efa."

,,Ég hef ekki heyrt neinn draga þá tillögu í efa." Það er greinilegt að þingmaðurinn hefur ekki lagt við hlustir nú frekar en fyrri daginn. Í fyrsta lagi hafa fjölmargir mótmælt umræddum tillögum rammaáætlunar um virkjanir á Reykjanesskaga, þar á meðalSamtök ferðaþjónustunnar. Í öðru lagi var öllum þingmönnum gefin bókinReykjanesskagi. Ruslatunnan í rammaáætlun, en í henni er tillögum verkefnisstjórnarinnar mótmælt. Og í þriðja lagi voru 330 umsagnir sendar Alþingi í maí á þessu ári og í flestum þeirra var fyrirhuguðum virkjunum í Eldvörpum og Sveifluhálsi mótmælt. En þingmaðurinn heyrði ekki neitt.

Fyrir ári síðan munaði nokkrum atkvæðum að Alþingi ákærði Björgvin fyrir afglöp í starfi bankamálaráðherra. Nú hefur þingmaðurinn fengið áhuga á virkjanamálum en virðist alveg jafn skeytingarlaus um upplýsingar og staðreyndir og áður. Því miður virðast ekki allir læra af reynslunni.