26. apr. 2012

Fleiri fylgjandi vernd en virkjunum

Tvær nýlegar skoðanakannanir benda til að fleiri séu fylgjandi náttúruvernd en áframhaldandi stóriðjustefnu. Í könnun Capacent Gallup sem birt var í dag sögðust 47% aðspurðra vera andvíg því að lífeyrissjóðir leggðu fjármagn í frekari virkjanaframkvæmdir vegna stóriðju en rúm 34% voru því hlynnt. Í könnun Capacent Gallup sem gerð var í haust sögðust 56% hlynnt þeirri hugmynd að stofnaður yrði þjóðgarður á miðhálendi Íslands en tæp 18% voru henni andvíg. Með þetta í huga verður gaman að koma til Náttúruverndarþings næstkomandi laugardag, en þar á að ræða rammaáætlun, ferðaþjónustu, lýðræði, friðlönd og framtíðarsýn náttúruverndarhreyfingarinnar. Árangur áfram, ekkert stopp!