23. mar. 2012

Landsvirkjun úr besta lánshæfi í versta

Í lok október 2002 sagði Landsvirkjun frá því að Moody's hefði hækkað lánshæfiseinkunn fyrirtækisins í Aaa. Í fréttatilkynningu fyrirtækisins sagði þá: ,,Þetta er hæsta einkunn sem fyrirtæki geta fengið hjá Moody's og er eingöngu ætluð traustustu fyrirtækjum í heimi."

Í lok fréttarinnar sagði svo: ,,Þá er ljóst að fyrirtækið getur búist við að fá enn hagstæðari kjör á erlendum lánamörkuðum sem er gott veganesti fyrir væntanlegar virkjanaframkvæmdir."

Tæpu hálfu ári seinna var ákveðið að hefja byggingu virkjunar við Kárahnjúka til að knýja álver Alcoa við Reyðarfjörð.

Í dag, tíu árum og einni Kárahnjúkavirkjunn seinna, birtist svo frétt á heimasíðu Landsvirkjunar þar sem segir að matsfyrirtækið Moodys hafi staðfest lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar Baa3 með neikvæðum horfum. Grunneinkunn fyrirtækisins (Standalone einkunn) er síðan enn verri eða B1.

Svona er einkunnakerfi Moodys:


Aaa Rated as the highest quality and lowest credit risk. (Landsvirkjun 2002)
Aa1
Aa2 Rated as upper-medium grade and low credit risk
Aa3
A1
A2
A3
Baa1
Baa2 Rated as medium grade, with some speculative elements and moderate credit risk.
Baa3 (Landsvirkjun í dag)

Svo kemur sérstakur áhættuflokkur: Speculative grade

Ba1
Ba2 Judged to have speculative elements and a significant credit risk
Ba3
B1 Judged as being speculative and a high credit risk. (Grunneinkunn Landsvirkjunar í dag).

Um þetta segir forstjóri Landsvirkjunar á heimasíðu fyrirtækisins í dag: ,,Fyrirtækið er enn of skuldsett og verður áfram lögð áhersla á að lækka skuldir á næstu árum."

Er þetta ekki eitthvað til að hafa í huga nú þegar hópur stjórnmálamanna og fulltrúar ákveðinna afla í atvinnulífinu setja gríðarlega pressu á að Landsvirkjun tvöfaldi orkuframleiðslu sína á næstu fimmtán árum með tilheyrandi aukningu skulda og raski á verðmætri náttúru Íslands