5. feb. 2012

Stjórnmálamenn munu fá þunga dóma

Lífeyrissjóðirnir töpuðu um 500 milljörðum króna á hruninu vegna þess að þeim var gert með lögum að sækjast eftir áhættufjárfestingum. Sjávarútvegurinn fékk með lögum að veðsetja sameign þjóðarinnar og skuldar nú einhverja 500 milljarða króna sem var að miklu leyti varið í vitleysu. Bankarnir voru seldir kunningjum og pólitískum bandamönnum sem voru svo illa að sér í bankarekstri að það tók þá einungis sex ár að gera bankana svo gjaldþrota að það jaðraði bókstaflega við heimsmet.

Af þeim fáu dómum sem kveðnir verða upp yfir íslenskum stjórnmálaleiðtogum vegna hrunsins verður dómur sögunnar sá þyngsti.