10. apr. 2011

Útvarpsþáttur um umhverfismál - stórðiðjustefnan, díoxín, stjórnaskrá og David Suzuki

Ég fékk góða gesti til mín í Grænmeti í morgun til að ræða kröfur Samtaka atvinnulífsins um stóriðjuuppbyggingu, díoxínmengun, tillögur stjórnlaganefndar og fyrirlestur David Suzuki sem hann flutti við Háskóla Íslands í liðinni viku.
Gestir þáttarins voru Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur, Páll Stefánsson, umhverfisfræðingur og heilbrigðisfulltrúi og Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, fulltrúi í stjórnlagaráði og fyrrverandi formaður umhverfisnefndar Alþýðusambands Íslands.

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á meðfylgjandi hlekki.
  • Fyrri hluti. Umræður um kröfur Samtaka atvinnulífsins um áframhald stóriðjustefnunnar. 
  • Seinni hluti. Umræður um díxoínmengun í Skutulsfirði, tillögur stjórnlaganefndar um umhverfisverndarákvæði í stjórnarskrá og fyrirlestur David Suzuki.