3. apr. 2011

Útvarpsþáttur um umhverfismál - upptökur

Fyrsti þáttur Grænmetis fór í loftið í morgun. Við fjölluðum um mengunarmál, lýðræðislega þátttöku almennings við ákvarðanir um virkjanaframkvæmdir og áhrif loftslagsbreytinga á sjófugla og lífríkið í hafinu. Gestir í hljóðstofu voru þau Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í lögum við Háskóla Íslands, Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur og doktorsnemi í spendýravistfræði, Hafdís Hafliðadóttir, sviðsstjóri skipulagssviðs Skipulagsstofnunar og Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Þá spilaði ég einnig viðtöl við Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing, Kristínu Haraldsdóttur, forstöðumann Auðlindaréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík og Ragnheiði Þorgrímsdóttur, formann Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð. Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á meðfylgjandi hlekki.