6. jan. 2011

Leggjum niður umhverfisráðuneytið!

Nei, bara djók. Auðvitað leggjum við ekki niður umhverfisráðuneytið. En ég held að Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, hafi ekki verið að djóka þegar hann skrifar í Morgunblaðið 4. janúar: ,,Ástæða væri til að skoða hvort unnt væri að fella starfsemi umhverfisráðuneytisins undir annars vegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og hins vegar iðnaðarráðuneytið." Það væri fróðlegt að vita hvort þetta sé opinber stefna samtakanna.