24. nóv. 2010

Afstaða frambjóðenda til umhverfisverndarákvæðis í stjórnarskrá

Félag umhverfisfræðinga hefur kannað afstöðu frambjóðenda til stjórnlagaþings til hugmynda um að umhverfisverndarákvæði verði bætt í stjórnarskrá. Listi yfir þá sem eru fylgjandi slíkum hugmyndum hefur nú verið birtur á heimasíðu félagsins. Það er um að gera fyrir áhugasama að nýta sér þessar upplýsingar. Ég hef áður bloggað um mikilvægi þess að umhverfisverndarákvæði verði bætt í stjórnarskrána.