7. jún. 2006

Þorsteinn sóði og Panorama

Þá er ég fluttur í blokk í vesturbæ Reykjavíkur. Þannig að ég flutti úr einu útlandinu í annað. Það sem vekur hvað mesta athygli mína við að búa í fjölbýlishúsi er þetta yfirgengilega magn dagblaða sem safnast fyrir í anddyrinu. Þetta er allt út um allt. Þetta er svívirðileg ókurteisi hjá Blaðinu og Fréttablaðinu að drasla svona til hjá öðru fólki og þrátt fyrir að ég hafi nú einu sinni haft lifibrauð af því að skrifa í fríblað þá er ég núna svarinn andstæðingur þeirra. Sá á visi.is að Danir reikna með því að rusl muni aukast um 78 kíló á ári með tilkomu tveggja nýrra fríblaða. Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, er sennilega mætur maður en engu að síður er hann líklega mesti sóði landsins. Fríblaðabáknið burt!
Vísa svo á Panorama-þátt Breska ríkisútvarpsins sem fjallaði um loftslagshlýnun og viðbrögð bandarískra stjórnvalda.