20. apr. 2006

Davíð kameljón og Geir HHHH


Vonandi að óvæntur fundur David Cameron og Geirs H. Haarde á Svalbarða hafi haft jákvæð áhrif á þann síðarnefnda. David Cameron, eða Davíð kameljón eins og andstæðingar hans uppnefna hann, hefur reynt að gefa Íhaldsflokknum breska græna ímynd. Hann hefur sýnt vilja í verki með því að koma fyrir vindmyllu og sólarrafhlöðu á heimili sínu í Lundúnum og svo er hann gjarn á að hjóla í vinnuna. En Morgunblaðið hefur eftir Geira HHHHHH: „Cameron er mikill áhugamaður um náttúruvernd og umhverfismál og kom hingað til Svalbarða til þess m.a. að kynna sér hnattræna hlýnun og eins hvernig hægt væri að bregðast við henni." Hver veit nema að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins dragi nú höfðin upp úr sandinum og viðurkenni í eitt skipti fyrir öll að loftslagdið sé að hlýna af mannavöldum.