7. mar. 2006

Árni er grænmeti mánaðarins


Grænmeti mánaðarins er Árni Magnússon sem hætti sem félagsmálaráðherra og réð sig til starfa á alþjóðaö og fjárfestingasviði Íslandsbanka þar sem hann fer fyrir starfi á sviði endurnýjanlegrar orku. Það hlýtur að vera meira spennandi fyrir hann að eiga við fjárfestingar á þeim orkumarkaði sem vex hraðast um þessar mundir en að rífast við jafnréttisstýrur og héraðshöfðingja sem þráast við að láta draum Árna rætast um fækkun sveitarfélaga.
Nýjar tölur benda til þess að sala á endurnýjanlegri orku muni fjórfaldast á áratug og verði um 170 milljarða dollara virði árið 2015. Þessi markaður tvöfaldaðist á liðnu ári og nam um 40 milljörðum dala og Vijay V. Vaitheeswaran, blaðamaður Economicst, lýsir honum sem "bigger than the internet". En 40 milljarðar dala eru bara dropi í hafið þegar litið er á orkumarkaðinn í heild og Árna bíður skemmtilegt verkefni. Til hamingju með það. Nú er bara að sækja um starf hjá honum.