19. des. 2005

Gleðileg græn jól


Ritstjórn Grænmetis óskar landsmönnum öllum árs og friðar með þessari mynd eftir sjálfan mig sem nefnist Hesturinn Rúdólf. Ég fékk þetta forláta akríllitasett í afmælisgjöf og þetta er afraksturinn. 5.000 kall einhver?
Annars verða jólin hjá mér ekki mjög græn þar sem við skötuhjú leggjum land undir fót á morgun og tökum þátt í að losa nokkur tonn af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Kennarinn minn var nú ekkert sérstaklega ánægður með þetta. Hann segist aldrei fljúga en bekkurinn virtist allur ætla að fljúga heimsálfa á milli þessi jólin. Við erum greinilega grænni í orði en á borði. En við fengum flugið á 11.000 kr. per haus. Tilboð sem við gátum ekki hafnað. Ef flugvélaeldsneyti væri ekki skattfrítt þá hefði miðinn verið dýrari og við hefðum hvergi farið. Þannig að einfaldasta leiðin til að draga úr mengunaráhrifum farþegaflugs er að hætta að ríkisstyrkja flugfélög. Með þessari jólahugvekju kveð ég þetta blogg fram yfir áramót.