13. nóv. 2005

Staðlaðar framsóknarvélar?


Er til staðall um það hvernig ungir framsóknarmenn eiga að líta út? Ómar Stefánsson var að vinna prófkjör Framsóknarflokksins í Kópavogi og hann lítur alveg eins út og Björn Ingi/ Páll og Árni Magnússynir/Birkir Jónsson.
Það er reyndar hægt að skipta þessum Ómari upp í þrennt. Hann hefur munn eins og Birkir, gleraugu eins og Björn Ingi og hár eins og Árni. Þetta er orðið spúkí. Er verið að framleiða staðlaðar framsóknarvélar einhvers staðar úti í bæ?