13. nóv. 2005

Rakbursti úr greifingjahárum


Ég hef tekið upp grænan lífstíl sem ég veit ekki hvernig fer í umhverfisverndarsinna. Nú raka ég mig orðið með blaði af eldri gerðinni, laust við plast. Þau get ég sett í endurvinnsluna. Svo er ég hættur að nota raksápu í brúsum og núna er það sápustykki og bursti úr greifingjahárum. Þau eru mjúk sem dúnn. En þetta gæti farið í taugarnar á alvöru umhverfisverndarsinnum. Ég veit ekki einu sinni hvort þessi dýr séu í útrýmingarhættu. Hver veit, kannski er þetta síðasti greifinginn sem ég er með í höndunum. En á móti kemur að nú þarf ég aldrei að henda álbrúsum. Er ég með þessu kominn í flokk þeirra sem ganga í loðkápum? Úff! Nú man ég. Ég keypti mér leðurjakka um daginn úr geitaskinni. Hvað geri ég næst? Baða mig kannski í selsblóði?