25. nóv. 2005

Naglinn i kistu efasemdamanna

Ég skrifaði í grein í Fréttablaðið um daginn að magn koltvísýrings (sem veldur hlýnun loftslagsins) í andrúmsloftinu hefði aukist um 31% frá því við upphaf iðnbyltingarinnar og hafi ekki verið meira í um 420.000 ár. Þarna skeikaði því miður einhverjum 230.000 árum. Nú hafa vísindamenn sem sagt komist að því að það hafi ekki verið meiri koltvísýringur í andrúmsloftinu í 650.000 ár. Ekki það að koltvísýringsmagnið hafi verið meira fyrir 650.000 árum, rannsóknirnar ná bara ekki lengra aftur.
Þessu komust þeir að eftir að hafa borað aðeins undir yfirborðið á Suðurskautslandinu og skoðað loftbólur í ískjörnunum.
Núna ætti þá að vera búið að sannfæra efasemdamenn um að loftslagshlýnunin undanfarin 150 ár er ekki náttúruleg breyting eins og stundum hefur verið haldið fram. Koltvísýringsmagnið síðustu 650.000 ár sýnir og sannar að núverandi þróun fellur ekki innan náttúrulegra sveiflna. Magnið núna er einhverjum 27 prósentum meira en en það hefur hæst orðið á þessum 650.000 árum og aukningin á sér stað hundraðfalt meiri hraða en náttúrulegar breytingar hafa orðið á þessu tímabili.
Hvað segja efasemdamenn þá?