4. nóv. 2005

Karl Magnús Schutt II

Næsti drengur í erfðaröðinni fær nafnið Karl. Prinsinn af Wales brást mér ekki í heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Í kvöldverðarboði í gær skálaði hann fyrir G. Bush og sagði við það tilefni að heimsbyggðin vonaðist til þess að Bandaríkjamenn yrðu forystuþjóð í því að vinna bug á gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum: ,,Truly the burden of the world rests on your shoulders. So many people look to the United States for a lead on the most crucial issues that face our planet, and indeed the lives of our grandchildren."
Fyrsti drengurinn í erfðaröðinni var nefndur Þórbergur í höfuðuðið á sjálfum sérvitringnum og nú hef ég ákveðið að sá næsti verði Karl. Það færi vel á því að skella Magnúsi fyrir aftan þar sem föðurafi minn hét Magnús Karl. Reyndar fylgdi Schutt þar á eftir í höfuðið á þýskum sjómanni sem bjargaði einhverjum úr fjölskyldunni úr sjávarháska. Ég hef reyndar velt því fyrir mér hvort ég geti tekið upp Schutt. Guðmundur Hörður Schutt Guðmundsson. Þá gæti Karl orðið Karl Magnús Schutt II eða IV ef ég myndi telja frá og með Karli afa.