23. nóv. 2005

Framsóknarvélin Kristján Hjálmarsson


Kristján vinur minn, Hafnfirðingur, blaðamaður, faðir og stofnandi I-listans, hefur greinilega lært mikið á þessu fjölmiðlanámi sem hann stundar nú í Svíðþjóð. Hann hefur virðist hafa öðlast yfirnáttúrulega hæfileika í photo-shop eins og sjá má á blogginu hans, www.stjanver.blogspot.com.
Í síðustu færslu leggur hann út af skrifum mínum um framsóknarvélar. Hann er sjálfur líklega u.þ.b. hálf framsóknarvél verandi sonur Hjálmars Árnasonar, formanns þingflokks Framsóknarflokksins. Á myndinni má sjá hvernig Kristján telur að hann liti út ef framsóknargenið í honum væri ekki víkjandi. Kristján hefur nefnilega ríkjandi vinstra gen og hefur öll einkenni þess; ofvirka réttlætiskennd, blettaskalla, vanstundvísi og þrávirka samúð með minnimáttar.