6. okt. 2005

GróðurhúsaáhrifabrandariFór til Oxford um helgina og hitti Mark Lynas. Áttum spjall á lóð samkomuhúss múslima í borginni. Inni sátu vígreifir græningjar og undirbjuggu kröfugögngur þann 3. desember vegna loftslagsráðstefnunnar í Toronto. Þeir höfðu skipulagt skemmtun um kvöldið en daginn eftir átti að þramma um borgina í grímubúningum! Svo vill þetta lið láta taka sig alvarlega.
En viðtalið var gott birtist vonandi í virðulegu dagblaði heima á Íslandi. Lynas sagði mér fyrsta gróðurhúsaáhrifabrandarann sem ég hef heyrt. Hann er svona: ,,Two planets met in space. One said to the other: how are you? The other replied: Oh, I dont know, I´m feeling a bit hot and bothered. I am afraid I´ve got homo sapiens. To which the other one replied: oh dont worry, it will pass."