26. okt. 2005

Alberto Tomba er grænmeti mánaðarins


Alberto Tomba, ítalskur skíðamaður og feitabolla, er grænmeti mánaðarins að þessu sinni. Ritstjórn grænmetis hefur reyndar ekki hugmynd um hvort Tomba hafi áhuga á umhverfisvernd en hann hefur engu að síður verið valinn til að taka við verðlaununum fyrir hönd íbúa Rómar. Yfirvöld þar í borg bönnuðu fólki nýlega að hafa gullfiska í kúlulaga glerbúrum og gerðu hundaeigendum skylt að viðra hundana sína reglulega. Ein helsta ástæðan fyrir því að kúlubúrin voru bönnuð er sú að fiskar geta orðið blindir af því að synda í þeim! En hvers eiga páfagaukar og hamstrar að gjalda?
Á meðfylgjandi mynd sést ritstjórnarfulltrúi grænmetis í Róm færa bollunni hjólabretti af þessu tilefni.