14. sep. 2005

Til Edinborgar á morgun


Þá er ritgerðin um fiskverndarrök íslenskra stjórnvalda í landhelgisdeilum 20. aldar að baki og stefnan tekin á Edinborg. Myndin er af John Muir Building en þar mun ég dvelja næsta árið við nám í "environmental sustainability". John Muir þessi var Skoti sem fluttist til Bandaríkjanna og stundaði þar náttúrufræðirannsóknir. Hann hefur verið nefndur faðir bandarísku þjóðgarðanna og hann stofnaði umhverfisverndarsamtökin Sierra Club, sem eru líklega þau stærstu sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Hann er einnig þekktur fyrir áhrif sín á Tedda Roosevelt Bandaríkjaforseta sem stofnaði fyrsta þjóðgarðinn þar í landi. Þannig að það verður andi Jóns þessa sem svífur yfir vötnum þegar ég fer til fundar við Dr. nokkurn Simon Allen síðdegis á morgun. Þá skrái ég mig í námskeiðin Principles of Environmental Sustainability, Foundations of Ecological Economics og Atmospheric Quality and Global Change.