14. sep. 2005

Nú verður safnað skeggi


Þetta er John Muir sem ég sagði frá í síðasta pistli. Ég hef nú svarið þess heit að safna svona skeggi áður en skólaárið er liðið. Það verður ekki auðvelt því í mér leynist nettur taðskegglingur. Ég mun leyfa lesendum grænmetis að fylgjast með framvindu skeggvaxtarins á næstu mánuðum.