19. sep. 2005

Hákarlar og ósalúrur flytjast búferlum


Það eru víst fleiri en ég sem flytjast búferlum til Skotlands þessa dagana. Fljótt á hæla mér kom svonefndur basking hákarl. Hann er stærsti fiskur sem finnst við strendur Bretlands en hefur vegna hlýnandi sjávar neyðst til að flytja sunnan frá Englandi og hingað norður eftir í leit að æti. Bretarnir segja þetta enn eitt dæmið úr náttúrunni sem sýni svo ekki verði um villst að loftslagið sé að hlýna.
Svipaðar fréttir berast að heiman. Kolategund sem nefnd er ósalúra hafði ekki fundist norðar en við Færeyjar fyrir 1999, en hrygnir nú orðið við Ísland og virðist komin til að vera. Bændablaðið, sem er sómi íslenskrar blaðamennsku, greindi nýlega frá þessu.