11. ágú. 2005

Vei þér, efasmemdarmaður

Áhugasamur lesandi hafði samband við ritstjórn Grænmetis og sagðist ekki taka mark á síðust færslu. Vildi hann vekja athygli á því að þrátt fyrir að óneitanlega væru 17 stafir í báðum orðum þá væri annað þeirra skrifað með greini en hitt ekki. Þrátt fyrir að ritstjórninni finnist þetta hálfgerð smámunasemi af hálfu lesandans þá þykir ekki hægt annað en að skjóta sterkari stoðum undir kenningar um að lækkun Hvannadalshnjúks og gróðurhúsaáhrifa fari hönd í hönd.
Kristján Jónasson hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands ritaði í fyrra í Tímarit um raunvísindi og stærðfræðium loftslagshlýnun á Íslandi:
,,Um þessar mundir eru flestir vísindamenn sammála um að gróðurhúsahlýnunar vegna aukins koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu sé farið að gæta umtalsvert. Í Reykjavík hafa undanfarin ár verið mjög hlý. Meðalhiti síðustu 8 ára, 1996–2003, var 5.05 stig í Reykjavík, en meðalhiti næstu 30 ára þar á undan var 4.20 stig."

Tómas Jóhannesson, sá sem hefur einna mest kannað áhrif loftslagslhlýnunar á jökla, skrifaði í skýrslu:
,,Hofsjökull ice cap and the southern part of the Vatnajökull ice cap in Iceland. ...
Runoff from these glaciers is projected to increase by about 30% with respect to present runoff by 2030 and both glaciers will according to the model computations have almost disappeared within 200 years from now."


Miðað við þetta er full ástæða til að spyrja sig aftur hvort það sé tilviljun ein að í báðum orðunum Hvannadalshnjúkur og gróðurhúsaáhrifin eru 17 bókstafir. Gildir þá einu hvort greinirinn sé hafði með í öðru orðinu.