4. ágú. 2005

Þrammað 3. desember


Nú er verið að skipuleggja kröfugöngur um allar koppagrundir þann 3. desember vegna loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Montreal í Kanada. Þar mætast stálinn stinn. Annars vegar Bandaríkjamenn sem vilja ekki skuldbinda sig til að draga úr notkun olíu og kola. Þeir vilja frekar óljósar samþykktir um að efla rannsóknir á umhverfisvænni aðferðum við orkuframleiðslu. Sem er mjög gott í sjálfu sér en álíka innihaldsríkt og slagorð framsóknarmanna um fíkniefnalaust Ísland árið 2000. Hins vegar mun Evrópusambandið koma vígreift til leiks og krefjast þess að þjóðir heims skuldbindi sig líkt og flestar þjóðir hafa gert með Kyoto sáttmálanum. Græningjar munu væntanlega halda með Evrópusambandsliðinu í þessum leik.
Þá er bara að reima á sig skóna og þramma þann 3. desember. Bara verst hvað það er stutt í aumingjahrollinn hjá manni í svona kröfugöngum vegna þess að furðurfuglarnir eru svo fyrirferðarmiklir. En ég læt það ekki stoppa mig því að málstaðurinn er góður.

International Day of Climate Protest, December 3rd:
www.campaigncc.org