29. jún. 2005

Loftslagslega séð og Glerhúsa-Bubbi

Fréttastofa Útvarps hefur átt góðan dag loftslagslega séð. Fyrir ykkur sem þykir þetta óvandað málfar þá bendi ég á pressumola Símons blaðamanns á DV. Það er sá sem Bubbi Morthens kallaði ,,lítið skrímsli í mannsmynd". Í pressumolanum var Símon að setja út á blessaða íþróttafréttamennina sem lýstu úrslitarimmunni í NBA og segðu menn standa sig vel eða illa varnarlega og sóknarlega. Hann setti sem sagt út á þetta ,,málfræðilega". Nokkuð góður blessaður.
Og hvað er Bubbi að þvæla um að það sé verið að hafa af honum æruna á opinberum vettvangi með fréttum í fylgiblaði DV um hann sé fallinn á bindindinu? Ég man ekki betur en að hann hafi sagt Hannes H. Gissurason vera barnaperra. Og það var ekki í tveggja manna tali. Nei, það var á aðventutónleikum kappans í Borgarleikhúsinu sem var útvarpað beint á Rás2!!! Bubbi hefur greinilega flutt beint í glerhúsið klyfjaður steinum þegar hann fór að heiman.
En hér eru sem sagt slóðirnar að loftslagsfréttum Rúv:

http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=107280&e342DataStoreID=2213589

og:

http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=107246&e342DataStoreID=2213589