12. jún. 2005

Ólíkt hafast þeir að

Bush og félagar í Hvíta húsinu urðu nýlega uppvísir að því að láta starfsmann forsetans og fyrrverandi lobbíista olíufélaga breyta skýrslu vísindamanna um loftslagsbreytingar áður en hún var gefin út árið 2003.
Lobbíistinn, sem nú er starfsmannastjóri á umhverfisskrifstofu Hvíta hússins, er menntaður lögfræðingur en hefur enga vísindalega þekkingu á efni skýrslunnar. Breytingarnar sem hann gerði miðuðu allar að því að draga úr trúverðugleika þeirra rannsókna sem gerðar höfðu verið á loftslagsbreytingum og gróðurhúsaáhrifum.
Á meðan Bush dundar við þetta í Hvíta húsinu slær fyrrverandi keppinautur hans um forsetaembættið í gegn með vasklegri framgöngu á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í í San Francisco. Mikið væri heimurinn betri, bara ef...
Allt um ræðu Al Gore: www.grist.org/news/muck/2005/06/09/little-gore/index.html?source=daily