6. jún. 2005

Ólafur Sigurðsson er grænmeti mánaðarins

Ólafur Sigurðsson fréttamaður og vinnufélagi minn á RÚV er séní. Reyndar gefur hann lítið fyrir skoðanir mínar á umhverfismálin og reyndi um helgina að fá mig ofan af hugmyndum um gróðurhúsaáhrifin með grein úr Economist. Þar voru gróðurhúsaáhrifin sem sagt talin enn ein heimsendaspáin sem ekki væri mark á takandi. En honum varð ekki kápan úr því klæðinu og ég er orðinn enn forhertari eftir lesturinn.
En í gær gerði Ólafur tvær snilldar fréttir. Önnur um tóbaksnotkun Svía en hin um breyttan klæðaburð Japana vegna loftslagsbreytinga. Hvet alla til þess að fara á ruv.is og skoða vefupptökur af fréttunum ,,Kælingarkostnaður lækkaður í Japan" og ,,Svíar nota munntóbak í stað sígarettna". Fyrir Japansfréttina hlotnast Ólafi sá heiður að vera grænmeti mánaðarins.
Ég ætla að afreka tvennt í sumar. Verða að klára þessa blessuðu BA ritgerð um Hafró og landhelgisdeilurnar. Svo ætla ég að sannfæra Ólaf Sigurðsson um að gróðurhúsaáhrifin séu vandamál sem leysist ekki af sjálfu sér.