10. jún. 2005

Hlýnun sjávar er af manna völdum

Í grein eftir vísindamenn Kaliforníuháskóla sem birtist í vísindaritinu Science, segir að mannskepnan beri ábyrgð á hlýnun sjávar. Meðaltalshiti sjávar hefur hækkað undanfarin 40 ár og vísindamennirnir segja að það verði ekki útskýrt með öðru en losun gróðurhúsalofttegunda af manna völdum. Ekki sé hægt að greina náttúrulegar orsakir þar að baki.