4. maí 2005

Sólarrafhlöðutaskan á leiðinni

Nú bíð ég spenntur eftir sólarrafhlöðutöskunni minni sem er á leiðinni yfir Atlantshafið. Taskan sér sem sagt um að hlaða farsímann og fartölvuna.
Fékk svo sendar hamingjuóskir þar sem ég er fyrsti kaupandinn utan Ameríku! Annað hvort er ég trendsetter eða sá eini sem er nógu mikið fífl til að falla fyrir svona vitleysu. Veit ekki hversu umhverfisvæn taskan verður þegar búið er að fljúga með hana alla þessa leið. En hún er myndarleg, það má hún eiga.

Taskan:
http://www.rewarestore.com/product/020010001.html