20. maí 2005

Skiptir litlu hvernig gert er i buxurnar

Taubleyjur virðast ekki vera umhverfisvænni en plastbleyjur ef marka má nýja breska rannsókn. Þrátt fyrir að plastbleyjur safnist fyrir á ruslahaugum og eyðist hægt í náttúrunni þá skaða taubleyjur umhverfið á annan hátt, t.d. við þvott og þurrkun. Hins vegar eru taubleyjurnar umhverfisvænni ef þær eru þvegnar á lágum hita og hengdar á snúru.