11. maí 2005

Rykstormur yfir hálfan hnöttinn

Jarðvegseyðing er stórt vandamál í Kína og eyðimerkur hafa stækkað gríðarlega að undanförnu. Mold hefur fokið yfir höfuðborgina Peking þannig að fólki var ekki vært utan dyra.
NASA náði nýlega myndum af rykstormi sem barst yfir Japan og var nokkrum dögum seinna kominn langleiðina austur yfir Kyrrahafið til Bandaríkjanna.
Sameinuðu þjóðirnar segja jarðvegseyðingu gera fæðuöflun erfiðari og að vatn verði sífellt vandfundnara. Það ógni lífsviðurværi rúmlega milljarðs manna.

Myndir:
http://earthobservatory.nasa.gov/Newsroom/NewImages/images.php3?img_id=16906