29. maí 2005

Peningamenn óttast líka gróðurhúsaáhrif

Leiðtogar í viðskiptalífinu virðast vera að vakna til vitundar um hversu alvarleg gróðurhúsaáhrifin eru. Nú hefur hópur breskra iðnjöfra skrifað bréf til Tony Blair þar sem þeir krefja hann um skýra stefnu við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þeir segja að fyrirtæki þurfi að leggja í mikla fjárfestingu til að takast á við vandann, en fyrst verði ríkisstjórnin að leggja línurnar. Bréfið skrifa m.a. stjórnarformenn BP, Shell og HSBC Bank og í því segjast þeir styðja markmið stjórnvalda um að minnka losun koltvísýrings um 60% fyrir árið 2050.
Kannski er þessi nýfengni áhugi iðnjöfranna á gróðurhúsaáhrifunum ekki einungis til kominn vegna ótta við umhverfisslys. Þeir sjá kannski í þessu tækifæri til að græða á þróun og sölu nýrrar tækni við orkuframleiðslu. En það er fullt tilefni til að fagna þessu, sama hvort það er ótti eða gróðafíkn sem hvetur þessa menn til góðra verka