23. maí 2005

Ölduvirkjun undan Portúgal

Fyrsta ölduvirkjunin sem selur raforku á almennan markað verður gangsett innan tíðar í Portúgal um 5 kílómetra undan strönd landsins. Raforkan verður flutt á land með neðansjávarköplum.
Virkjunin framleiðir í fyrstu 2,25 megavött en verður stækkuð í 20 megavött fyrir árslok 2006 ef reksturinn lofar góðu.
Skoska fyrirtækið Ocean Power Delivery stendur að baki framkvæmdunum, en það er að hluta til í eigu Íslandsvinarins Norsk Hydro. Talið er að losun Portúgala á gróðurhúsalofttegundum muni dragast saman um 6.000 tonn með tilkomu þessarar virkjunar.
Hvernig stendur á því að Íslendingar hafa ekki rætt þessa virkjanir hér á landi. Ekki skortir öldurnar.

Ocean Power Delivery:
www.oceanpd.com