23. maí 2005

Gróðurhúsaáhrifin reka fólk á flótta

Evrópska umhverfisstofnunin varar við því að flóttamönnum muni fjölga á næstu árum vegna hlýnunar loftslags. Þeir munu koma í stríðum straumum frá Norðurheimskautinu vegna bráðnunar íshellunnar og freðmýra og Suður-Evrópu vegna þurrka. Þessir straumar munu væntanlega mætast einhvers staðar í Mið-Evrópu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Þá er bara að byrja að pakka og rifja upp hvar í Mið-Evrópu þér líður best. Er bjórinn ekki örugglega ódýrastur í gömlu austantjalds ríkjunum?