17. maí 2005

Borgarstjóraleg óhlýðni

Borgarstjórar 132 borga í Bandaríkjunum hafa myndað bandalag í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin. Repúblikaninn Bloomberg, borgarstjóri í New York, bættist nýverið í hópinn. Markmiðið er að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 7% frá því sem hann var árið 1990. Það er í samræmi við markmið Kyoto samkomulagsins sem Bush Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað undirrita. Borgarstjórarnir telja að borgunum stafi hætta af afleiðingum hlýnunar loftslags, t.d. vatnsskorti og flóðum.

Nánar:
http://www.nytimes.com/2005/05/14/national/14kyoto.html?ex=1273723200&en=c02e1cce1ca43706&ei=5088