16. apr. 2005

Olíu leitað í bandarískum þjóðgarði

Það er ekki aðeins að aukin notkun olíu hafi skaðleg áhrif á loftslagið. Nú eru Bandaríkjamenn svo aðframkomnir af olíuskorti að þeir ætla að bora eftir henni í friðlýstum þjóðgarði í Alaska. Umhverfisverndarsamtök í Bandaríkjunum hafa boðað mótmæli í Washington á fimmtudag.
Menn óttast áhrif olíuvinnslunnar á fugla, hreindýr,sauðnaut og hvítbirni. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist meirihluti Bandaríkjamanna á móti fyrirhuguðum borunum.

Nánar:
http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=102632&e342DataStoreID=2213589