5. apr. 2005

Fjármálaráðherra er grænmeti mánaðarins

Fréttablaðið greinir frá því í dag að fjármálaráðherra hafi lagt fram frumvarp til að lækka verð á vetnisbílum. Fyrir það fær Geir H. H. titilinn grænmeti mánaðarins. Sem er mikill heiður.
Það á sem sagt að endurgreiða 2/3 af af virðisaukaskatti á vetnisknúnum ökutækjum auk þess sem þau verða undanþegin vörugjaldi.
Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri segir í viðtali við Fréttablaðið að með þessu sé verið að gera innflutning og rekstur vetnisknúinna ökutækja samkeppnishæfan. Þannig verði Ísland samkeppnishæft í keppni þjóða um að fá til sín tilraunaverkefni um rekstur á vetnisknúnum ökutækjum.