14. apr. 2005

10.000 kr. sekt fyrir að flokka ekki rusl

Alltaf hægt að treysta á refsigleði taiwanskra stjórnvalda. Frá og með 1. apríl hafa þeir umhverfisslóðar sem ekki flokka rusl þar í landi verið sektaðir um rúmar 10.000 krónur. Þetta kemur þó ekki til að góðu. Taiwanar (eyþjóð) eiga ekki lengur landsvæði til að losa sig við heimilisrusl.
Hér á Íslandi eru menn sektaðir fyrir allan fjandann, til dæmis fyrir að vera ekki með ökuskírteini á sér við akstur. Hvers vegna ekki að fara að fordæmi Taiwana og taka upp feitar sektir við því að flokka ekki rusl, aka um göturnar á bandarískum pallbílum eða notkun nagladekkja?