21. mar. 2005

Kína og hækkun olíuverðs

Olían heldur áfram að hækka í verði. Ætli ein helsta ástæða þess sé ekki bílaæðið sem gripið hefur Kínverja og aukin eftirspurn eftir eldsneyti sem því fylgir?
Árið 1990 voru um 1 milljón bifreiða í Kína en eru nú um 12 milljónir. Búist er við því að bílarnir verði um 140 milljónir árið 2020! Þetta kemur fram í grein sem birtist í breska tímaritinu The Ecologist. Hins vegar þeysast Kínverjar enn um göturnar á 200 milljónum hjóla. En stjórnvöld hafa tekið upp á því að leggja stein í götu hjólreiðamanna með því að loka víðs vegar götum fyrir hjólum. Með því er verið að greiða götur einkabílsins.
Og hverjar eru afleiðingarnar? Sjö loftmenguðust borgir heims eru í Kína. Í þeim berst helmingur loftmengunarinnar frá útblæstri bíla. 100.000 Kínverjar létu lífið í bílslysum í fyrra. Fram til ársins 1990 voru Kínverjar sjálfum sér nægir með olíu en nú er landið að verða stærsti innflytjandi olíu í heiminum. Aukin olíuneysla Kínverja nemur um 40% af aukinni olíuneyslu heimsins síðan árið 2000.
Ætli þessi aukna eftirspurn Kínverja sé helsta ástæða innrásarinnar í Írak. Kínverjar höfðu gert 26 ára olíusölusamning við Saddam Hussein áður en hann var hrakinn frá völdum. Nú eru samningarnir ógildir og olíuútflutningurinn á valdi Bandaríkjamanna. Á sama tíma telja ríkisstjórnir beggja stórveldanna að öryggi þeirra stafi ógn af hugsanlegum olíuskorti!
Það er skiljanlegt að olíuverð hækki í svona ástand.