11. mar. 2005

Framleiðendur ná ekki að sinna eftirspurn eftir olíu og málmum

Neysla á eldsneyti og málmum er orðin svo mikil að framleiðendur hafa ekki undan. Kínverjar kaupa orðið svo mikinn kopar að birgðar á heimsmarkaði eru að klárast og svo óttast fjármálaspekingar að olíuframleiðsla sé að ná hápunkti og muni minnka þaðan í frá. Allt leiðir þetta til þess að verð hækkar og hækkar. Um leið eykst þörfin fyrir nýja og græna orkugjafa.

Nánar:
http://quote.bloomberg.com/apps/news?pid=10000006&sid=aZI2uuPBwB5Y&refer=home