10. mar. 2005

Borgarstjóraleg óhlýðni

Jákvæðar fréttir frá Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að George Bush ætli ekki að taka þátt í Kyoto ferlinu þá hafa grænir borgarstjórar tekið sig saman um áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Kyoto-markmiðin. Greg Nickels, borgarstjóri Seattle, fer þar fremstur í flokki. Hann er demókrati og er meðal annars fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra og er þess vegna ekki í náðinni hjá kristilegum íhaldsmönnum.
Þarna er kannski komið fram í dagsljósið forsetaefni demókrata 2009. Hann fengi líklega stuðning græningja sem eru að íhuga að auka áhrif sín innan flokksins. Adam Werbach, einn áhrifamesti græninginn í Bandaríkjunum, sagði nýlega að græningjar þyrftu að yfirtaka demókrataflokkinn til að eiga ekki á hættu að hverfa að sjónvarsviði bandarískra stjórnmála: "The Republican Party -- as an institution -- has declared war on us. The Democratic Party claims to be our ally, yet fails us. It's time for us to drop our veil of bi-partisanship and fight to fix the deeply broken Democratic Party."

Nánar um borgarstjóralega óhlýðni:
http://seattlepi.nwsource.com/local/212425_kyoto17.html

Ræða Adam Werbach um fortíð, nútíð og framtíð bandarískra græningja:
http://www.grist.org/news/maindish/2005/01/13/werbach-reprint/