2. mar. 2005

Bændur aðlagist hlýnun loftslagsins

Að mati bandarískra vísindamanna þarf ekki lengur að ræða hvort loftslagið sé að hlýna en þess í stað þarf að ræða hvernig brugðist verður við breytingunum. Rannsókn vísindamannanna á breytingum sem verða á Yakima dalnum í Washington fylki bendir til þess að hlýnun um tvær gráður á næstu áratugum leiði til þess að bændur á svæðinu verði af 92 milljónum dollara tekjum á ári vegna þurrka. Ef hlýnunin nemur fjórum gráðum getur tapið numið 163 milljónum dollara á ári. Það er um fjórðungur núverandi verðmætis uppskeru í dalnum. Vísindamennirnir segja að bændur á svæðinu verði nú þegar að aðlagast þessum breyttu aðstæðum.

Nánar:
http://www.pnl.gov/news/2005/05-14.htm