22. feb. 2005

,,Deilunni um hvort loftslagið sé að hlýna er nú lokið"

Hópur bandarískra vísindamanna fullyrðir nú að loftslagið sé að hlýna vegna mengunar af manna völdum. Í rannsókn vísindamannanna var kannað hvort áhrifin gætu verið af völdum sólar, eldgosa eða annara náttúrlegra fyrirbrigða. Niðurstaðan var hins vegar skýr: hlýnun loftslagsins er af manna völdum.
,,Deilunni um hvort loftslagið sé að hlýna er nú lokið", sagði vísindamaður sem tók þátt í rannsókninni.

Nánar:
http://news.bbc.co.uk/1/hi/sci/tech/4275729.stm
http://www.reuters.com/newsArticle.jhtml?type=scienceNews&storyID=7667385