22. feb. 2005

2004 það fjórða hlýjasta

Liðið ár var það fjórða hlýjasta síðan á síðari hluta 19. aldar samkvæmt útreikningum NASA.
Meðalhiti á yfirborði jarðar í fyrra var tæpri hálfri gráðu hærri en meðalhiti á árunum 1951 til 1980.
Meðalhiti var hæstur árið 1998 en þar á eftir fylgja árin 2002 og 2003. Liðið ár er síðan, eins og áður segir, það fjórða hlýjasta. Vísindamaður hjá NASA segir hitastig hafa hækkað mikið undanfarin 30 ár, aðallega af völdum útblásturs gróðurhúsalofttegunda.

Nánar:
http://www.giss.nasa.gov/data/update/gistemp/2004/